Ólétt og get nánast ekkert borðað?

Spurning:
Elsku svarandi. Ég er með eina spurningu sem mig langar mikið að fá svar við. Þannig er nú með mál með vexti að ég er ólétt, komin 18 v á leið með annað barn og er enn með mikla ógleði, get bara eiginlega ekki borðað neitt, er bara ekki með lyst. Ég var búin að léttast um 2 kg frá seinustu mæðraskoðun sem er nú kannski ekkert rosalegt, en það eru þessir verkir sem eru að trufla mig; mér er alltaf óglatt og stundum fæ ég þessa hræðilegu magakrampa eða einhvað álíka og svo er ég alltaf með hausverk og sjóntruflanir. Ég er búin að fara til læknis en hann sagði að það væri allt í lagi með barnið og sendi mig heim. Er þetta bara móðursýki í mér eða?  Með fyrirfram þökk

Svar:
Þetta er vitaskuld ekki eðlileg líðan og þú þarft að fá lækninn til að líta betur á þig. Hausverkurinn og sjóntruflanirnar gætu verið vegna vannæringar eða þurrks og á þessum tíma ættir þú að vera farin að þyngjast. Biddu ljósmóðurina þína að taka þig aukalega í skoðun og ræða við lækninn þinn.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir