Orkudrykkir á meðgöngu?

Spurning:
Er óhætt að drekka svokallaða orkudrykki (t.d. magic) á meðgöngu ?

Svar:
Varðandi hvort óhætt sé að drekka orkudrykki á meðgöngu þá er best að svara því á þann veg að slíkir drykkir eru ekki ráðlagðir þar sem þeir eru mjög ríkir í örvandi efnum, þ.e. koffeini og koffeinlíkum efnum. En þar sem öll næring sem móðurinni berst skilar sér einnig til fóstursins ætti að gefa auga leið að orkudrykkir eru ekki ákjósanlegir til neyslu.

Kveðja, Óli Sæm