Pillan og blæðingar

Ég hef verið á pillunni í 4-5 ár og hef alltaf tekið Mycrogyn.
Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé eðlilegt að fara alltaf á blæðingar þó svo að pilluspjaldið sé ekki búið (yfirleitt vika þar til spjaldið klárast)? Ég veit að það kemur oft fyrir þegar maður gleymir að taka í eitt skipti en ég hef verið að prófa mig áfram og t.d. núna passaði ég mig að taka hana alltaf á sama tíma á morgnanna en samt gerist þetta. Blæðingarnar eru þó ekki miklar.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sumar konur fá alltaf svona milliblæðingar. ó er það er mögulegt að pillan sé ekki nægilega öflug fyrir þig og ættir þú að ræða við lækninn þinn um þessi einkenni og hvort ástæða sé til þess að skipta um pillu.

Gangi þér vel