Pillan og blæðingar

Fyrirspurn:

Ég er 21 árs gömul.  Ég er á pilluni Harmonet og er búin að vera á henni í 3 ár.

Seinustu þrjú pillufrí hef ég lítið sem ekkert haft blæðingar. Fyrstu tvö hléin hef ég verið á blæðingum í sirka hálftíma. Núna seinast komu svona 5 blóðdropar.

Ég tók þungunarpróf fyrir mánuði og það var neikvætt.

Ég var að spá hvort að pillan getur gert það að verkum að blæðingar minnki svona mikið? á ég að hafa áhyggjur á þvi að ég sé ólétt eða hvort eitthvað annað sé að?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er frekar algengt að blæðingar minnki á meðan pillan er notuð og er það mjög misjafnt hve mikið þær minnka.

Þú lýsir hins vegar að þú sért búin að vera á pillunni í 3 ár og núna fyrst séu að koma fram breytingar.

Fyrsta sem kemur þá í hugann er eðlilega þungun en þú segir að prófið hafi verið neikvætt. Ég ráðlegg þér að prufa aftur núna annað þungunarpróf og fara vel eftir leiðbeiningunum til að allt sé nú pottþétt.

Ef það er áfram neikvætt skaltu hafa samband við lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir