Pillan og ólétta

Hæhæ
Ég er 18 ára stelpa og byrjaði á pillunni í janúar á þessu ári (s.s. 2014).
Mér og kærastanum mínum langar í barn og var ég að klára næst seinasta pilluspjaldið mitt í dag, og ætla að hætta á pillunni til þess að ég geti orðið ólétt
Er það allt í lagi að gera það þannig?? Og getur getnaður gerst bara strax? Eða þarf að líða einhver tími á milli þess að ég hætti á pillunni og að ég geti orðið ólétt? 🙂
Takk Takk 😀

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þér er óhætt að hætta á pillunni hvenær sem er.  Þú byrjar á túr nokkrum dögum eftir síðustu pillu eins og venjulega og svo hefst nýr tíðahringur þar sem þú gætir orðið ólétt við næsta egglos en það er allur gangur á því hve fljótt það gerist, sumir þurfa að reyna og „æfa “ í nokkra mánuði.

Þar sem þú ert ung og átt mörg ár eftir í barneign ráðlegg ég þér að hugsa þetta vel og ræða við þína nánustu áður en þú gerir  endanlega upp við þig  að verða móðir því þetta er ein af mikilvægari ákvörðunum sem þú tekur í lífinu.

Gangi þér vel