Rannsókn vegna frjósemi

Fyrirspurn:

Ég er 36 ára gömul og höfum við hjónin verið að dunda okkur undanfarið ár við að búa til okkar 3 barn en ekkert gengið.  Ég fór til kvennsjúkdómalæknis sem fann í fljótu bragði ekkert að mér en gerði mér grein fyrir að eggin mín eru orðin 36 ára gömul og tók mig í smá tíma í kynlífsfræðslu.   Hann mælti líka með því að maðurinn minn færi og léti athuga sæðið því að fyrst þyrfti að útiloka að eitthvað væri að honum áður en ég færi í frekari athugun.  Mín spurnin er því sú;  hvað getur verið að sæði hjá manni sem hefur getið 2 börn og hefur varla verið misdægurt síðustu 20 árin.  Hann er í mjög góðu líkamlegu formi.    Þið megið gjarnan líka gefa okkur ráð hvað við eigum að gera næst. 

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Jú það getur ýmislegt verið að hjá honum þó að þið hafið getað átt börn áður.

Frumurnar geta verði latar eða fáar og eins gæti framleiðslan eitthvað hafa breyst með hækkandi aldri auk þess sem ýmsir utanaðkomandi þættir geta haft áhrif á sæðisframleiðslu.

Fairð endilega að ráðum kvensjúkdómalæknisins og gangið úr skugga um að allt sé í lagi hjá báðum.

Framhaldið fer svo eftir þeim niðustöðum en allar líkur á að hægt sé að hjálpa ykkur þar sem þið eigið börn fyrir.

Munið bara að streita og áhyggjur hafa neikvæð áhrif á frjósemi.

 Gangi ykkur vel

Guðrún Gyða