Rauð og flekkótt eftir hlaup

Hæhæ, ég er 16 ára stelpa og alltaf þegar ég hleyp og reyni mikið á þolið þá verður andlitið mitt rosalega rautt og hvítflekkótt. Þetta byrjaði núna í haust eftir að ég hætti á lyfinu Decutan. Ég var aldrei svona áður fyrr þegar er reyndi mikið á mig. Hvað get ég gert?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Mjög líklega er histamín losun sem veldur þessum tímabundnu breytingum í húðinni.  Þetta er alveg skaðlaust en getur verið hvimleitt og ekkert við þessu að gera. Þetta eru ósjálfráð viðbrögð í líkamanum við áreynslu ekki ólíkt því að roðna. Hjá sumum kemur þetta sterkt fram en öðrum sést þetta ekki.

Algengasta aukaverkun Decutans er hins vegar hörundsroði og viðkvæm húð og þannig mögulega er um aukaverkun  að ræða.

Ég hvet þig til þess að ræða við húðsjúkdómalækninn sem ávísaði lyfinu um þetta vandamál, hver möguleg orsök sé og hvort/hvað sé hægt að gera.

Gangi þér vel