Ristilkrampar

Fyrirspurn:

Daginn,
Ég á víst við ristilkrampa vandamál að stríða en mér finnst þetta bara fara versnandi. Áður fyrr fékk ég bara verki eftir mjólkurvörur en núna fæ ég bara verki eftir hverja máltíð liggur við en núna eru þeir bara á hverjum degi. Mis-slæmir reyndar. Stundum er bara  eins og ég sé með einhver óþægindi í maga en ég finn alltaf fyrir þessu. Fékk mjög oft niðurgang á tímabii en það er í lægð núna. Og það kemur oft fyrir að þegar gera þarf númer 2 þá fæ ég oft þvílíka verki áður. Og þessir verkir hafa oft verið það rosalegir að ég hef hringt útá læknavakt því ég hélt að ég væri að fá botnlangakast! Ég er búin að fara til sérfræðings, fékk bara pillur en ég trúi því ekki að mar eigi virkilega eftir að þurfa að vera svona það sem eftir er! Get liggur við ekkert étið án þess að fá verki! Svo mar hefur enga ánægju af að borða því mar veit hvernig mar verður daginn eftir eða seinna um kvöldið.
Getur þetta verið eitthvað annað?? Ég er alveg að verða geðveik á þessum maga!

Með von um svör:)
Kveðja,
maginn

 

Aldur:
28

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Ég held að það sé ráð að tala aftur við þinn sérfræðing.
Að sjálfsögðu skiptir miklu máli gott og hollt mataræði og einnig regluleg hreyfing. Ég ætla að láta fylgja hér tengil inná góða grein um ritilkrampa sem er að finna inná Doktor.is. Lestu hana þér til upplýsinga og til eftirbreytni.

Með bestu kveðju og gangi þér vel.

Bestu kveður,
Unnur Jónsdóttir,
Hjúkrunarfræðingur og ritstjóri Doktor.is