Risvandamál eða?

Spurning:
Halló.
Mig langar að forvitnast um eitt, ég og maðurinn minn erum búin að vera saman í tvö ár. Vð erum eða öllu heldur langar að vera virk í kynlífinu, erum það, en vantar svolítið uppá. Það sem er vandamálið er að hann fær það of fljótt og ég gat lesið mig til um það en svo er það annað. Ef að svo vel liggur á okkur að við ætlum að ,,geraða" aftur þá byrjar vandamálið. Honum stendur en svo í miðjum klíðum þá lognast limurinn útaf og maðurinn minn er ekki viss stundum hvort að hann er sofnaður. Þá auðvita reynir maður að lífga hann við en ekkert gerist, þetta væri ekki vandamál ef að þetta gerðist annað slagið en svona er þetta í hvert skipti. Hann er farin að líða fyrir þetta en hefur þó meiri áhyggjur af mér en ég líð engan skort þó að þetta sé svona, ég hef aftur á móti áhyggjur af honum, hann er komin yfir 40 ára aldurinn og var í löngu sambandi áður þar sem að kynlífið var orðið vélrænt og skylduverkefni og þar reyndi ekki á það að geraða 2 á kvöldi. Hann talar ekki um annað en Víagra en mig langar að athuga hvort ég geti ekki fengið einhver svör hjá ykkur fyrst. Ég les allt og leita upplýsinga og hef grun um að reykingar eigi þarna stóran þátt en er samt ekki viss. Vonandi getiði lesið eitthvað út þessu.
Kv Eginkonan

Svar:
Sæl,
Það hljómar eins og um eitthvað risvandamál sé að ræða þótt þú nefnir líka að málið sé að hann fái það ,,of fljótt". Ef hann hefur áfram áhyggjur af þessu hvet ég hann til að leita fyrst til heimilislæknis og/eða þvagfærasérfræðings og láta kanna þetta betur. Það er ekki hægt að lesa neitt meira út úr þessari spurningu þinni eða greina vandann neitt nánar. 
Það þarf sem sé að taka stutta heilsufarssögu út frá þessum einkennum sem hann sýnir og það er einungis gert í viðtali við heilbrigðisstarfsfólk. Ef rislyf koma til greina er það lyfseðilsskylt sem þýðir að læknir verður að ávísa lyfinu svo það fáist afgreitt í apóteki.

Kveðja, Jóna.