saltbragð af öllu

Sìðustu daga hef ég lítið getað borðað og finnst vera saltbragð af öllu. Nú í dag hefur saltbragðið verið svo mikið að eg hef ekki getað kyngt neinum mat þrátt fyrir að hann sé alveg ósaltur í raun og veru. Hvað gæti þetta verið. Fór til heimilislæknis og hann næstum hló að mér 🙁

 

Sæl/l  og takk fyrir fyrirspurnina.

Óeðlilega mikið saltbragð í munn getur verið einkenni um ýmislegt en lang algengasta orsökin er hreinlega ofþornun, þ.e. þú hafir ekki drukkið nægilega mikinn vökva. Þá „þykknar “ munnvatnið í munninum og styrkur saltsins sem í því er verður meiri og því finnur þú óeðlilega mikið salt bragð.

Aðrar orsakir tengjast framleiðslu og seyti munnvatnsins og þeim þáttum sem geta haft áhrif á það svo sem eins og stíflur eða bólgur í munnvatnskirtlum og reykingar.

Ég ráðlegg þér að lesa þessa grein um vatn og drekka vel af vatni í nokkra daga. Ef  einkennin halda áfram skaltu heyra aftur í lækni.