Seról og þreyta

Fyrirspurn:

Undanfarnar vikur hef ég verið mjög þreytt – á erfitt með að fara á fætur á morgnanna, geispa næstum allan liðlangan daginn og svo verð ég mjög oft að leggja mig í 1-2 tíma eftir vinnu.
Málið er að ég byrjaði á Seról fyrir nokkrum vikum – er möguleiki að aukaverkanirnar af lyfinu séu ennþá að virka á mig.  Mig minnir að þetta sé annar mánuðurinn. Eða vantar mig bara eitthvað efni – en áður en ég byrjaði á lyfinu þá var ég alls ekki svona slæm.  Varð jú stundum þreytt en ekki svona.

Kveðja,

Aldur:
29

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Þreyta og syfja er nefnt m.a. sem algengar aukaverkanir Seróls og gæti því verið ástæða fyrir þinni þreytu.
Það þarf e.t.v. að minnka við þig skammt (endurskoða lyfjameðferðina) ef þreytan ætlar ekki að láta undan. Það er því ráð að þú talir við þinn lækni og ræðir málið.

Með bestu kveðju,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritstjóri Doktor.is