Seroxat: Hef áhyggjur af dóttur minni

Seroxat: Hef áhyggjur af dóttur minni
Spurning:

Sæll Jón Pétur!

Ég
á 8 ára gamla dóttur sem hefur tekið Seroxat í 4 vikur og hef ég
af því áhyggjur hvort að skjálfti og titringur í höndum, og
jafnvel truflun á fínhreyfingum, geti verið aukaverkun af lyfinu.

Með
fyrirfram þökk um svar.

Svar:

Lyfið Seroxat er
ekki ætlað börnum. Það sem það merkir er að framleiðandinn
hefur ekki gert rannsóknir á börnum, sem sjaldnast er gert, og/eða
að lítil reynsla er komin á lyfið hjá börnum. Því ábyrgist
framleiðandinn ekki notkun lyfsins hjá börnum. Því nota læknar
lyfið á eigin ábyrgð. Skjálfti,
vöðva- titringur og taugaveiklun eru allt þekktar aukaverkanir af
lyfinu (ásamt fleirum) og því er allt eins víst að þessi einkenni
sem þú lýsir séu af völdum lyfsins.

Kveðja,
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur