Seroxat og Seloken á sama tíma?

Spurning:
Er í lagi að taka Seroxat og Seloken Zoc á sama tíma?

Svar:
Þegar Seroxat (paroxetín) sem og önnur lyf úr flokknum sértækir serótónín endurupptökuhemlar (SSRI) eru tekin með Seloken eða Seloken Zoc (metóprólól) getur styrkur þess síðarnefnda í blóði aukist. Þetta útilokar þó alls ekki samhliða notkun þessara lyfja, en nauðsynlegt er að láta lækninn vita af þessu til þess að hann geti aðlagað skammtinn ef þörf er á.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur