Síendurteknar stíflur í ennisholum og hiti

Ég fékk miklar stíflur í ennisholum með hita í þar seinustu viku og var settur á sýklalyf. Þetta var 10daga kúrsinn og mér leið vel meðan ég var á honum. Svo kláruðust lyfin og þetta kom aftur sterkara, hærri hiti aðallega.

Svo komst ég að því í vikunni að það hafa ekki verið teknir úr mér hálskirtlar né nefkirtlar og ég fór að hallast að því að það hlyti að vera orsökin( búinn að vera mikið veikur í vetur, aðallega kvefviðbjóður)

Mig langaði bara að spyrja hvort það gæti verið ástæðan fyrir þessu og hvert ég sný mér í þeim málum. Vil helst ekki þurfa að fara til þriggja lækna sem senda mig bara til annars læknis.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú ert að leita að háls-nef og eyrnasérfræðingi.  Hann bæði skoðar og metur háls og nefkirtlana og eins einnis og kinnholurnar og hvaða meðferðarúrræði séu best fyrir þig

Gangi þér vel