Skrítið hljóð kemur og fer

Ég er 26 ára karl með ágætis heyrn að mínu mati.
Er farinn að heyra svona ískur í öðru hvoru eyranu af og til eins og það sem maður sér í bíómyndonum þegar sprengja springur hliðin á aðilanum .. þá kemur þetta svaka ískur svo hægt og rólega þá dofnar það þanga til maður heyrir aftur eðlilega. Þetta er í raun eins og einhver er á mixer í hausnum manns og hægt og rólega dregur sleðan niður.
Það eru engir verkir eða hausverkur. En þetta gerðist fyrst um svona 8 mánaðar fresti. En núna er ég farinn að heyra þetta (og missa raunverulega heyrn) tímabundið í svona 1-2 mín á svona nokra vikna fresti.
Ég er ekki á neinum lyfjum og drekk ekki

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að fara til háls, nef og eyrnalæknis og fá skoðun og mat á því hvað hér sé á ferðinni og hvað sé við því að gera.

Í millitíðinni skaltu hlífa eyrunum eftir getu við hávaða, forðast að nota heyrnatól sem stungið er inn í hlustina og nota húfu úti ef það er kalt og sérstaklega  ef það er vindur.

Gangi þér vel