Skrítnar blæðingar

Hæhæ,
Ég hef verið á pillunni Microgyn í nokkur ár en var nýlega að skipta yfir í Erlibelle sem er samheitalyf. Á fyrsta spjaldinu mínu gleymdi ég að taka eina pillu en tók hana um leið og ég mundi eftir henni, sem var þó ekki fyrr en daginn eftir. 2 vikum seinna byrjaði mér að vera mjög óglatt og hafði enga matarlyst í u.þ.b 2 vikur en ældi þó aldrei. Mig grunaði að þetta gæti verið ólétta vegna þess að ég er í sambandi þannig ég tók eitt þungunarpróf sem var neikvætt. Þar sem kvensjúkdómalæknirinn minn mælti með því að ég tæki nokkur pilluspjöld í röð vegna mikilla túrverkja byrjaði ég svo strax á spjaldi númer 2. Núna á föstudaginn og laugardaginn gleymdi ég að taka pilluna mína aftur og tók hana ekki fyrr en á sunnudeginum. Á mánudeginum byrjaði að blæða og kom smá dökkbrúnt blóð en núna á þriðjudeginum er ég eins og ég sé byrjuð á túr og með túrverki. Er ennþá óglatt á næstum því hverjum degi en þó ekki jafn slæm og ég var um jólin. Getur þetta verið vegna þess að ég gleymdi þessum 2 pillum eða gæti þetta verið eitthvað annað?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ógleði er þekkt og skráð aukaverkun Erlibelle, talað um 1 af hverjum 10 finni fyrir ógleði, eins geta  blæðingar byrjað ef pillan gleymist . Þessi einkenni geta því verið eðlileg. Ef ég skildi þig rétt þá gleymdir þú pillunni föstudag og laugardag og því ekki óeðliegt að blæðingar byrja en þú verður að passa þig að nota aðrar getnaðarvarnir í amk viku. Ef ógleði heldur áfram skaltu leita til læknisins þíns og leita ráða hjá honum.

 

Gangi þér vel