Skrýtnar blöðrur á 3ja ára

Spurning:
Kæru læknar, við búum ekki á Íslandi og finnst því öruggara að geta leitað til ykkar vegna 3 ára drengs. Hann hefur nú 2 sinnum með ca. mánaðar millibili, fengið vökvafyllt útbrot á nákvæmlega sama stað líkamans, hægri hlið háls-öxl-herðablað og í vinstri hnébót, þornar á 2 dögum og kverfur á ca. 5 dögum. Önnur einkenni eru kláði, ekkert annað. Hann hefur frá fæðingu verið með þurra roðalausum bletti um allan líkaman sem valda honum ekki óþægindum. Læknirinn okkar hér, heldur að þetta geti verið ,,astmaofnæmi“. Hvað er það? Hvað haldið þið?
Með fyrirfram þakklæti

Svar:
 

Blessuð.

Þetta hljómar eins og útbrot af völdum herpes simplex veiru. Til að greina þetta nákvæmlega þarf að senda vökva úr blöðrunni í veiruræktun.

Kveðja,

Þórólfur Guðnason