Slím í hálsi/ræskingar.

Góðan dag, ég er að spyrjast fyrir vegna föður míns sem er einfaldlega of þrjóskur til þess að leita læknis. Þannig er að núna mánuðum og mánuðum saman, eflaust komið vel yfir eitt ár þá hefur verið mikil slímmyndun í hálsinum á honum sem veldur því að hann þarf að ræskja sig aftur og aftur og oft virðist hann þurfa að setja mikinn kraft í ræskinguna til þess að losa um þetta, hafiði einhverja hugmynd um hvað þetta gæti verið? Og ef svo er hvað hægt væri að gera?

Ef þetta gæti hugsanlega tengst einhverjum lyfjum þá tekur hann allskonar lyf daglega eftir hjartastopp sem hann lenti í fyrir nokkrum árum eins og t.d. Cordorone og fleira.

Með fyrirfram þökk.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ýmislegt misalvarlegt sem hér getur verið á ferðinni en full ástæða til þess að skoða nánar og útiloka vandamál eins og til dæmis stækkun á skjaldkirtli svo eitthvað sé nefnt.

Heimilislæknir eða Háls,nef og eyrnalæknir ættu að geta aðstoðað ykkur.

Gangi ykkur vel