Smitast kynsjúkdómar við munnmök?

Spurning:

Smitast kynsjúkdómar við munnmök? Ég er hræddur um að vera HIV smitaður, er með tvær litlar bólur undir kóngnum.

Svar:

Sæll.

Já, kynsjúkdómar geta smitast við munnmök. Herpes-veiran er sérstaklega slæm hvað þetta varðar. 
Á undanförnum árum hafa menn líka sannfærst um að HIV smitast við munnmök, líkurnar á smiti eru
mun minni en við samfarir í leggöng eða endaþarm. Reyndar er frekar erfitt að rannsaka þetta
nákvæmlega því flestir sem hafa munnmök hafa einnig samfarir. Því er erfitt að fullyrða um hvort
smitið hafi átt sér stað við munnmökin eða samfarirnar til dæmis.
Því er brýnt að nota einnig smokk við munnmök undir slíkum kringumstæðum. 
Ef þú ert með bólur undir kóngnum er ólíklegt að það sé HIV, en þú ættir að fá lækni til að líta á það. 
Í leiðinni skaltu ræða við hann um áhyggjur þínar. Það eru oft þung skref en þér líður mun betur á eftir.

Forvarnarstarf læknanema