Smitast Lifrarbólga C við samfarir?

Spurning:
Kæri doktor, er í sambandi med manni sem hefur lifrabolgu c spurningin er hvaða smithætta er við samfarir?

Svar:
Aðalsmitleið Lifrarbólgu C er við blóðblöndun, það er þegar fólk til dæmis notar nálar sem smitaður hefur notað. En áhættan er nokkur við samfarir, hún er þó ekki nærri eins mikil og við til dæmis Lifrarbólgu B. Til þess að draga úr þeirri áhættu skaltu passa uppá að það verði ekki snerting við sæði mannsins. Einnig er mikilvægt að ef að það er sár á tippinu eða í leggöngunum hjá þér að þið notið smokk. Það er ekki til bóluefni gegn Lifrarbólgu C en það er til bóluefni gegn Lifrarbólgu B Þú skalt einnig fara reglulega í blóðprufur. Þetta þarftu að hafa í huga: Einkenni lifrarbólgu c sýkingar geta komið fram 5-12 vikum eftir smit. Þau eru til dæmis; ógleði, uppköst, lystarleysi, þreyta, verkur yfir lifrarstað, gula (hvítan í augunum verður gul), dökkt þvag, ljósar hægðir. Í 80% tilfella finnur fólk þó ekki fyrir fyrir neinu af þessum einkennum þó það sé smitað.