Sprungn tunga?

Ég hef í um 3 vikur verið með mjög sára tungu, einkum ofan á og framarlega, hún virðist líka talsvert sprungin á yfirborðinu, eins og opnast á þessum stað. Stundum finnst mér eins og það séu að fara losna af henni flipar. Getur þetta verið mataofnæmi eða sveppur? Ég hef aldrei lent í svona áður.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ýmislegt sem getur valdið þessum einkennum en ein möguleg skýring er að um sé að ræða skort á járni, fólinsýru og/eða B12 vítamíni. Þetta er hægt að mæla með blóðprufu og ég ráðlegg þér að hafa samband við heimilislækni til að fá það gert. Þá er hægt að haga meðferð eftir því hvað kemur út úr prufunum. Ef þetta reynist ekki vera skýringin á einkennunum og þau lagast ekki, skaltu ráðfæra þig við lækninn þinn um framhaldið.

Gangi þér vel