Spurning um klamýdíu

Spurning:
Ég er með spurningu um klamýdíu.

Mig langar að vita ef að manneskja hefur haft klamýdíu og er nýbúin í lyfjameðferð gegn sjúkdómnum, væri samt nokkuð ráðlegt að stunda kynlíf með manneskjunni strax eftir meðferðina (þrátt fyrir að það sé búið að nota lyfið og búið að fara til læknis og sagt er að hún er laus við hana)?

Ef svo er ekki hvað væri þá ráðlegt að bíða lengi?

Svar:
Lyfið sem þú hefur fengið heitir væntanlega Zitromax. Það tekur það marga daga að virka þó maður gleypi það á einu augnabliki. Lyfið er í líkamanum á þér í nokkra daga og dundar sér við það að drepa bakteríurnar. Þó þú sért búin að gleypa lyfið ertu ekki laus við klamýdíu fyrr enn nokkrum dögum seinna. Þú skalt bíða í lágmark 10 daga með að hafa óvarðar (án smokks) samfarir.

Gangi þér vel,
Jón Þorkell
Forvarnarstarf læknanema