Spurning um lykkjuna og þungun?

Spurning:
Mig langar að senda spurningu um lykkjuna og þungun. Ég lét nýlega ( fyrir 3 vikum ) setja lykkjuna þ.e. venjulega lykkju og nú í dag er ég ófrísk. Ég veit ekki hvort ég varð ófrísk fyrir eða eftir að lykkjan var sett upp. Ef ég vil samt eiga barnið, hverjar eru hætturnar og er lykkjan fjarlægð.

Svar:

Þegar um þungun með lykkju er að ræða er talið best að fjarlægja lykkjuna
við fyrsta tækifæri. Því er samfara dálítið aukin hætta á fósturláti en
samt er betra að fjarlægja hana ef hægt er en að láta hana vera.

Gangi þér vel
Arnar Hauksson dr med.