Stafir í göngu

Fyrirspurn:

Er ekki mjög gott fyrir mann að nota stafi í göngu ?  

Takk fyrir ,  xxxx

Aldur: 52

Kyn: Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurn,

Stafir geta verið ágætir til að létta álagi á ganglimi og einnig til að auka álag á hjarta og lungu. Þegar bæði efri og neðri útlimir eru hreyfðir rösklega, þá eru fleiri vöðvahópar að störfum sem veldur meiri orkunotkun. Stafaganga getur því verið góður kostur til að auka álag og þ.a.l. brennslu. Með kveðju,

Unnur Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur