Stíflað nef og síþreita

Góðan dag hvað er hægt að gera þegar maður vaknar alltaf með stíflað nef og er alltaf þreitt svo er ég svo þung í haustnum getur þetta verið járn skortur svo er ég líka þung andlega hvað er til ráða

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ýmislegt sem getur valdið slíkum einkennum. Ennis og kinnholubólga (sinusitis) getur valdið slíkum einkennum og er algengt að fólk glími við það eftir að hafa fengið kvefpest. Helstu einkenni sýkingar í ennis og kinnholum eru þrýstingur í höfði, nefrennsli eða stíflað nef, hósti, þreyta, hiti o.fl.

Aðrar hugsanlegar ástæður geta verið flensa, kvefpest, separ í nefi, mígreni, aukaverkanir lyfja ofl.

Ég ráðlegg þér að fara til heimilislæknis og láta skoða þig og fá á hreint hvað gæti verið að valda þessum einkennum hja þér.

Gangi þér vel

Rebekka Ásmundsdóttir,

hjúkrunarfræðingur