Stingir í eggjastokkum?

Spurning:
Góðan daginn.
Mig langaði að spyrja hvort það væri nokkuð alvalegt að mér. Það er þannig að ég fæ stundum stingi í eggjastokkana, ég held allavega að þetta séu þeir. Þessir stingir koma í tíma og ótíma, stundum koma þeir þegar ég skokka, stundum þegar ég bara stend og geri ekkert, sit í bíl o.s.frv. Mér þykir þetta mjög óþægilegt og stingirnir vara í cirka 10 sek – mín. Ég fór fyrir stuttu til kvensjúkdómalæknis og hann gerði ekkert í þessu, hann tók krabbameinssýni í leghálsi og sá að ég var með einhverja bakteríu, ekki alvarlega og ég fékk lyf við því. Ég er alls ekki með neina útferð, enginn kláði, enginn sviði við þvaglát. Er eðlilegt að fá svona stingi? Stundum fæ ég einnig stingi nálægt lífbeini, ská fyrir ofan en oftast er það í eggjastokkunum. Vonandi getur þú hjálpað mér. Geta þessir stingir valdið ófrjósemi?
Með fyrirfram þökk.

Svar:
Ágæti fyrirspyrjandi,

Það hljómar ekki sem bein tengsl séu milli verkja þinn og þeirrar meðferðar sem þú fékkst. E.t.v. hafið þið ekki náð sambandi þú og læknir þinn, svo spurning hvort þú þarft ekki að ræða við lækni þinn á ný og útskýra fyrir honum hver vandinn sé. Það þarf að rannsaka þig útfrá þeirri lýsingu sem þú gefur en það verður ekki gert í gegnum netið heldur einungis með skoðun á stofu.

Gangi þér vel

Bestu kveðjur,
Arnar Hauksson dr med.