Stingir í upphafi meðgöngu?

Spurning:
Sæl, ég er nýbúin að komast að því að ég er ólétt, en ég er með svo undarlega verki, eða svona eins og stingi bæði fyrir og ofan við nárann beggja megin og svo er ég líka með tíðaverki. Er þetta eðlilegt?

Svar:
Svona stingir og túrverkir eru alveg eðlilegir fylgifiskar meðgöngunnar. Stingirnir í nárunum stafa af því að þegar legið stækkar þá tognar á festingum sem liggja yfir legið og ofan í nárana og túrverkirnir stafa af vægum samdáttum sem verða í leginu þegar það stækkar.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir