Svefn

Hæ ég sef voða skringilega, get sofnað hvar og hvenær sem er en læt mjög illa, tala mikið hef vaknað við mig sjálfa öskra nafn frænku minnar sem var ekki einu sinni í sömu byggingu, ég sest ég stundum upp og er oft með opin augu… hvað gengur á hjá mér í svefni??

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það kemur ekki fram hjá þér hvað þú sért gömul/gamall né hvort um nýtt ástand sé að ræða eða hvort þetta hafi alltaf verið svona.

Að tala og ganga í svefni er algengara hjá börnum og rjátlast af flestum þegar fullorðinsaldri er náð. Ef þetta er nýtilkomið þá getur mögulega verið um afleiðingu af streitu eða álgi að ræða. Yfirleitt er þetta ekki merki um neitt alvarlegt en mikilvægt er að koma sér upp góðum svefnvenjum til þess að koma í veg fyrir vandamál seinna meir.

Ég set tengla á tvær greinar um svefn og góð ráð sem koma þér vonandi að gagni.

Gangi þér vel