Svefn/þunglyndi

Ég er reyndar mikill sjúklingur með um 6 tegundir af gigt og mikill þunglyndissjúklingur, einnig þurfti ég að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð árið 2012-2013. Ég skipti um þunglyndislyf í janúar af sertral  í velnafaxin. Ég hef verið mikið þreytt og ekki löngun til að gera neitt, eiginlega bara sama um allt, síðan að ég fór yfir á velnafaxin, en undafarna 3 sólahringa hef ég verið að sofa í um 18tíma á sólahring og fer létt með 🙁 gæti þetta stafað að vitlausum þunglyndislyfjum eða er einhvað mikið að hjá mér?????  Vantar mig vitamín eða einhver efni í líkamann minn??? HVAÐ ER AÐ??? HJÁLP.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er útilokað að hægt sé að greina hvað sé að angra þig í svona samskiptum. Þú þarft að hitta lækninn þinn og fá aðstoð með að finna út hvort þunglyndið er í versnun, gigtin að  hafa áhrif eða eitthvað annað, til dæmis skortur á járni, vítamínum eða steinefnum eins og þú stingur sjálf upp á.

Ekki draga það að hafa samband við lækninn þinn, það flýtir fyrir því að þú fáir betri líðan.

Gangi þér vel