Svefnvandamál ungbarna

Góðann dag, ég á í vandræðum með að fá 8 mánaða gamlan son minn til að sofna, virðist ekki skipta máli hvenær dags það er. Það virðist vera hægt að plata hann til þess að sofna ef hann heldur að hann sé að fara út í vagn, og þá sefur hann bara í vagninum inni hjá okkur. Alltaf þegar við leggjum hann niður til að fara að sofa þá veltir hann sér á magann, eða reynir það allavega. Mig langar að vita hvort það sé eitthvað ráð til að reyna að fá hann til að fara að sofa á skikkanlegum tíma, þar sem hann vakti í rúma 19 klukkutíma um daginn af því hann vildi ekki fara að sofa. Hann er reyndar nánast alltaf svoldið kvefaður enda erum við að berjast við of mikinn raka hérna heima hjá okkur eða uþb 65% rakastig yfirleitt stundum minna en oft allveg upp í 70%.

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega kynna þér þessa umfjöllun frá henni Örnu Skúladóttur hjúkrunarfærðingi en hún er leiðandi í aðstoð við foreldra barna með svefnvandamál. Hún hefur líka gefið út bókina Draumalandið sem er til á flestum bókasöfnum og í bókabúðum. Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu þá er hægt að fara á göngudeild barnaspítalans og fá viðtal og ráðgjöf þar.

Gangi ykkur vel