Sveppasýking

Sæll doktor

Ég var eitt sinn mjög gjörn á að fá sveppasýkingar. Hef verið alveg laus við hana í tvö ár. Hafði ekki stundað kynlíf í 2 ár þangað til í síðustu viku, og að launum fékk ég sveppasýkingu 🙁  Fór í apótekið og fékk pillu til inntöku og sveppakrem til að bera á ytri kynfærin, ekkert hefur breyst á 3 dögum.

Spurningar:

Hvað er til ráða fyrir mig, ég get ekki bara hætt að stunda kynlíf?

Mun maðurinn smitast ef við stundum kynlíf áður en einkennin hverfa?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sveppasýking getur verið mjög þrálát en á ekki að einskorðast við kynlíf.

Þú ættir að heyra í kvensjúkdómalækni og vera viss um að um sveppasýkingu sé að ræða.

Svo set ég  hér tengil á svar við svipaðri fyrirspurn þar sem ýmis ráð eru tilgreind og gætu komið þér að gagni.

Karlmenn geta fengið sveppasýkingu en þeir smitast alls ekki alltaf þó að rekkjunautur sé með sveppasýkingu og þurfa yfirleitt ekki meðferð nema þeir fái einkenni.  Sveppurinn þarf kjöraðstæður til þess að þrífast (hita, myrkur, rétt sýrustig og raka) og ef þeir eru duglegir að þvo sér um typpið með vatni þá dugar það oftast.

Gangi þér vel