Sveppasýking á geirvörtum

Spurning:

Hæ og takk fyrir góðan vef!

Mig langaði til að forvitnast með sveppasýkingu á geirvörtum á meðgöngu, hef heyrt eitthvað um það að það geti komið upp. Ég er komin með 20.vikur á leið og langaði að vita um einkennin, hver þau væru?

kv, verðandi móðir.

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Sveppasýking á geirvörtum er svo sem ekki mjög algeng á meðgöngu en getur komið upp.  Algengara að hún komið upp eftir fæðingu eftir að brjóstagjöf hefst. 

Einkennin eru:

-geirvartan er eldrauð

-geta verið litlar aðeins upphleyptar bólur

-stingandi sársauki eins og inn í brjóstið, eins og það sé verið að stinga títuprjón inn í brjóstið.

Hægt að meðhöndla með sveppakremi sem heitir micostatin sem er lyfseðilskylt.  Þyrftir að láta líta á þig til að fá staðfestingu og rétta meðhöndlun.

Kveðja
Kristín Svala Jónsdóttir
Hjfr. og ljósmóðir