svitakóf

Fyrirspurn:

Mig vantar svo að vita hvað getur verið að þegar maður er alltaf vindandi af svita,hárið alltaf blautt af svita og ég öll í svita baði,hef spurt lækninn minn en hún hefur litla skýringu á því en setti mig á hormónatöflur,en ekkert breyttist. það sem hrjáir mig er slæm vefjagigt,er að taka  amilín að kvöldi, fótaóeyrð sem ég hef haft í mjög mörg ár, við því tek ég núna requip forðatöflur. Svo er ég með hrikalegann bjúg,sem fer ekki en minnkar aðeins ef ég tek hydramile, hann fer ekki á nóttunni fer á hendur og í andlit .Búið að ath, í blóði að nýru séu í lagi. Svo er ég með einhverskonar blóð sjúkdóm,hef allltof mikið blóð og alltof mikið járn og svo er B12 miklu meira en hjá öðrum, en það er farið að tappa af mér til að halda járninu niðri. Getur verið að ef maður er undir miklu álagi og stressi að svitna svona mikið? hef kvíða og er oft stressuð.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er rétt hjá lækninumað það er ekki alltaf auðvelt að komast að orsök svitakófa.  

Þetta er afar hvimleitt vandamál og algegngt hjá konum við tíðahvörf og hafa menn tengt þau við þær breytingar sem verða  á hormónastarfsseminni á þeim tíma.

Slík svitakóf eru erfið viðureignar en mörgum konum hafa gagnast ýmis náttúrulyf sem hægt er að fá í heilsubúðum og svo hormónalyf frá lækni.

Hitt getur líka verið að sú truflun sem verður á starfsseminni í líkamanum, þegar járn og vítamínbúskapurinn er ekki í lagi, hafi áhrif á svitamyndunina.

Álag, streita og kvíði bæta ekki úr skák svo mér sýnist nú ýmsar ástæður geta legið að baki þessu ástandi þínu.

Bestu kveðjur

Guðrún Gyða