Sviti

Hæ ég er að farin að velta því fyrir mér hversvegna ég svitna svona svakalega. Ég fór í blóðprufu fyrir uþb ári síðan, það kom ekkert úr því en síðastliðið ár er ég búin að reyna að minnka skyndibita en er tæp 80 kg hæð 173 og ég svitna við alla hreyfingu. Ég svitnaði mjög lítið áður en brennslan er greinilega ekki meiri þar sem ekki er ég að leggja af þó ég svitni allann sólarhringinn. Hvað gæti verið ástæðan fyrst blóðprufa kom eðlileg…? Mbk

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mikilvægt fyrir þig eins og alla aðra, að hreyfa sig reglulega. Það gæti hjálpað til með svitann. Einnig er mikilvægt fyrir þig að drekka vel af vatni.

Hér getur þú lesið þér til um svita á síðunni okkar doktor.is, einnig er gömul fyrirspurn sem við fengum um svipað mál hér. Einnig getur þú lesið þér til um svita á Vísindavefnum hér.

Annars mæli ég með að þú ræðir við þinn heimilislækni um þetta vandamál ef þetta heldur áfram.

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur