Tengjast astmi og ofnæmi taugaspennu?

Spurning:

Ég 49 ára kona og langar að vita hvort astmi og ofnæmi geti tengst taugaspennu. Ég hef haft ofnæmisastma og magnylofnæmi, en ekki matarofnæmi né annars konar ofnæmi svo ég viti til. Ég hef ekki haft exem. Það skal tekið fram að ég hef prófað að taka inn ofnæmislyf (histals) við þessu og það hefur slegið á þessi einkenni. En ég get a.m.k. ekki með neinu móti sett einkennin í sambandi við mat. Ég hef velt fyrir mér hvort orsökin gæti verið út frá ómeðvitaðri taugaspennu.

Svar:

Sæl og blessuð.

Þú spyrð hvort ofnæmisasthmi geti verið vegna taugaspennu.
Asthmi og ofnæmi eru ekki vegna taugaspennu. Aftur á móti getur asthmi valdið andþyngslum sem geta leitt til vanlíðunar og spennu. Ef þú ert slæm af asthmaeinkennum væri rétt að láta athuga hvort ekki væri rétt að nota asthmalyf í úðaformi fremur en ofnæmistöflur til að slá á einkennin. Einnig er hægt að fara í ofnæmispróf og láta athuga fyrir hverju þú ert með ofnæmi.

Kveðja,
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, sérsvið svefnrannsóknir