Þvagfærasýking

Halló ég hef verið með þvagfærasýkingu síðan í mars nú í àr sem hefur verið meðhöndluð með sýklslyfjum og ú ræktun kom baktería sem heitir Klebsiella pneumoni hvaða baktería er það ?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina,

Klebsiella pneumoniae er baktería sem lifir í normalflóru manneskjunnar og er þá harmlaus. Þessi baktería getur hinsvegar smitast í önnur líffæri líkamans eins og t.d. í lungun, þvagfæri, sár og fl.

Klebsiella smitast með snertismiti og hefur því komist upp í þvagrásina hjá þér. Oft gerist það einnig ef fólk hefur þurft að nota þvagleggi, einnig er það algengt hjá eldri konum.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.