Þvalar hendur

Ég er alltaf með virkilega þvalar hendur, skiptir ekki hvort mér sé heitt eða kalt, það sé sumar eða vetur. Ég var bara að pæla hvort það væri eitthvað sem ég get gert í þessu og afhverju er þetta væri svona. Ég hef reynt að þvo mér oft með heitu vatni og halda höndunum eins hlýjum og ég get en ekkert virðist virka.
Með von um skjót svör 🙂

Þakka þér fyrirspurnina,

Ég skil þetta sem svo að þú finnir fyrir því að þær eru rakar/þvalar svo hiti eða kuldi hefur lítil áhrif. Stundum svitnar fólk meira í lófunum og jafnvel almennt. Svokölluð hyperhidrosis. Truflun á starfssemi skjaldkirtils getur líka haft viðlík áhrif, streita og álag, kvíði og ýmislegt fleira. Ef þetta er svokölluð hyperhidrosis eða palmar sweating og hefur verið til staðar alltaf eins og þú segir getur verið  mikilvægt að þú leitir þér aðstoðar. Það eru sértækar meðferðir til en þær byggja á því að eiga við ósjálfráða taugakerfið annars vegar og hins vegar að draga úr einkennum.

Gangi þér vel