Tíðahringur og vera of sein á túr

Daginn,
Mig langaði aðeins að forvitnast varðandi tíðahringinn og hvort það sé til eitthvað eðlilegt að vera sein.
Málið er að ég hætti á pilliunni í október (2014) þar sem ég og kærastinn minn langar að eignast barn (en samt það gerist bara þegar það gerist). Allt hefur verið eðllilegt þar til i byrjun janúar þegar átti ég að byrjaa á túr. En þá var ég nokkuð sein, fyrir mitt leiti, þar sem mín skekkju mörk hafa verið 1-2 dagar. En ég átti sem sagt að byrja á túr sem og gerðist á sjötta degi eftir að ég átti að byrja. Daginn fyrir ákvað ég að pissa á óléttu prufu sem reyndist neikvæð. Síðan fór ég á nokkuð miklar blæðingar, 6 daga, mitt eðlilega er 4-5 dagar.
Kannski er þetta ekki neitt, óþarfa áhyggjur en finnst þetta óeðlilegt og langaði að letia svara. Hvort einhver skíring sé á þessu. Eða er þetta kannski bara afleiðing þess að hætta á pillunni?
Bestu þakkir

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Allar líkur eru á því það þetta sé eðlilegt og ekkert til þess að hafa áhyggjur af, sérstaklega þegar þú ert ekki lengur á pillunni.

Það er þekkt að það verður ekki alltaf egglos í hverjum tíðahring og stundum er eins og líkaminn fari af stað með undirbúning eins og um þungun sé að ræða án þess að svo sé.  Þá getur blæðingum seinkað og það blæðir meira en venjulega. Oftast er engin skýring á truflun á tíðahringnum.

Haltu þínu striki en mundu að fara reglulega í leghálsskoðun

Gangi þér vel