Tíð þvaglát

Fyrirspurn: 

Sæl,dóttir mín sem er 11 ára,á við þvagvandamál að stríða,henni finnst hún þurfa að pissa mjög oft,og það lekur í nærbuxurnar,þannig að hún þarf að skipta 2-3 á dag. það kom smá blóð um daginn,og henni er farið að svíða þegar hún pissar,er búin að panta tíma hjá lækni,en langar að vita hvað þið ráðleggið ? kveðja mamma.

Aldur:
11

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl,

Í fyrstu myndi ég ráðleggja þér að fara til læknis. Þessi einkenni geta bent á þvagfærasýkingu. Eftir að læknir hefur lagt mat á ástandið og ef ekkert kemur út úr því er hægt að takasta á við þvaglekann. Það er helst gert með blöðruþjálfun. Í henni felst að þjálfa upp grindarbotnsvöðvana og fastar salernisferðir. Það þarf að gera í samvinnu við lækni.
Með von um góðan bata.

Kveðja,
Nína Hrönn Gunnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur