Tog á mjóbak?

Spurning:
Kæri doktor,
Svo er mál með vexti að ég bý erlendis og þarf smá hjálp ef hægt er að veita mér hana. Fyrir 13 árum lenti ég í torfæruslysi, og skemmdist mikið vinstri fóturinn minn á því, en vandamálið snýst ekki um það, ég hef verið í margskonar endurhæfingu og þjálfun allan þann tíma sem liðinn er eftir slysið, og haft góða lækna á íslandi, en árið 1998 kom í ljós að annar fóturinn minn var lengri eftir aðgerðina og hafði valdið skekkju á mjaðmagrind, sem svo leiddi til að ég fékk brjósklos á 3-4 hryggjalið. Þá fékk ég margskonar góða meðferð sem hjálpaði mér að lifa betra lífi, og best var TOG á baki. Og mig vantar sárlega að fá svona meðferð hjá sjúkraþjálfara hér erlendis en get ekki skýrt þetta út við læknisskoðun, er nokkur leið að ég geti fengið læknaheitið sem allir læknar skilja í heiminum. Málið er nefnilega að ég vil þrjóskast eins lengi og ég get gegn því að fara í aðgerð, þar sem að þær eru orðnar þó nokkuð margar. Og það eina sem sagt er að ég þurfi aðgerð, en ég veit eftir meðhöndlun heima á Ísl, að það er í lagi að prófa TOG fyrst. Með innilegri von um svar. Ein erlendis

Svar:
Góðan daginnBack traction er enska heitið  á tog á mjóbak. Bendi þó á að þó svo að einhver ákveðin meðferð hafi dugað og gagnast vel hér á árum áður er ekki víst að svo sé ennþá. Læknar verða að meta það í samráði við sjúkraþjálfara.Íslandskveðjur,
Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfariSjúkraþjáfun StyrkStangarhyl 7, 110 Reykjavík