Trefjalaus matur vegna ristilspeglunar

Hvað á maður að borða ef maður þarf að vera eina viku

á mataræði án trefja (vegna ristilspeglunar)?

Bkv

Sæl

Almennu leiðbeiningarna eru svona:

Í eina viku fyrir rannsókn: Forðast trefjar, gróf fræ, brauðmeti  ávexti, grænmeti og annað grófmeti. Notirðu járntöflur þarftu að gera hlé á  notkun þeirra.

Tært fljótandi fæði í 2 daga/48 klst. fyrir speglun „Tærir vökvar“ eru t.d. vatn, tærar súpur (t.d. súputeningar), ávaxtasafar án aldinkjöts, ávaxtahlaup („jello“), gosdrykkir (ekki kók), svart  kaffi eða  te. Mikilvægt er  að  líkaminn  fái nægilegan sykur og  því ber  að forðast sykurlausa  drykki. Neytið ekki mjólkurvara eða fastrar fæðu.

Þú ættir að hafa fengið góðar leiðbeininar hjá þeim sem framkvæmir rannsóknina. Ef þú ert í vafa skaltu hringja á stofuna og fá frekari leiðbeiningar hjá starfsmönnum þar.

Gangi þér vel