Túrverkir á meðgöngu?

Spurning:
Góðan daginn.
Er rétt að það geti verið ,,eðlilegt" að hafa væga tíðarverki á fyrstu vikum meðgöngu?  Einhver sagði mér að oft fyndist manni að maður væri að byrja á blæðingum en þá stöfuðu verkirnir oft af því að legið væri að stækka? Er nýbúin að vera hjá kvensjúkdómalækni og það sem hægt var að sjá var í lagi, en auðvitað mjög takmarkað því ég er komin rúmar 5 vikur á leið, en það sem hún sá með sónartækinu var í lagi. Ég geri mér alveg grein fyrir að verkir geta líka stafað af t.d. fósturláti, en er rétt að maður geti haft væga verki án þess að það sé að gerast? Verkirnir eru ekki það sterkir að ég þurfi að taka verkjalyf, meiri seiðingur í leginu.
kv I

Svar:

Vægir túrverkir eru mjög algengir fyrstu vikur meðgöngu og ekkert til að hafa áhyggjur af. Það er bara ef þeir verða mjög krampakenndir og sterkir og/eða þeim fylgir blæðing sem þeir eru ekki eðlilegir.

Kveðja,

Dagný Zoega, ljósmóðir