Typpaostur

Spurning:
Ég held ég ég sé með eitthvað sem kallast ,,typpaostur". Það er undir forhúðinni og er gult sem minnir eins og nafnið heitir á n.k. ost. Hvað á ég að gera?

Svar:
Það eru nokkrir hlutir sem koma til greina.
Þetta gætir verið ,,Smegma" en það eru óhreinindi sem koma ef menn þvo sér ekki reglulega undir forhúðinni. Þau heita eftir bakteríunni sem myndar hvíta skán undir brún kóngsins. Lausnin við Smegma er að þvo kynfærin daglega með mildu sápuvatni.
Þetta gæti líka verið sveppasýking. Hún getur hafa smitast við samfarir en það er þó ekki nauðsynlegt. Hún lagast oft við gott hreinlæti og svo er hægt að bera sveppakrem á svæðið í um það bil 10 daga. Sveppasýkingar undir forhúð geta líka komið af öðrum orsökum svo sem ef það er mikill sykur í þvaginu. Ef þú hefur tekið eftir slappleika, óvenjulegum þorsta og tíðum þvaglátum, þá ættirðu hafa samband við lækninn þinn.
Ef þetta lagast ekki þá skaltu láta lækninn líta á þetta við tækifæri.

Kveðja,
Jón Þorkell
Forvarnarstarf læknanema