Tysabri

Fyrirspurn:
Sem fylgikvilli við lyfið Tysabri er talað um PML , mig langar að vita hvað það er  nokkuð nákvæmlega.
Takk fyrir

svar:

PML (progressive multifocal leukoencephalopathy) er sjaldgæfur og oftast banvænn veirusjúkdómur sem legst á heilann. Þeir sem sjúkdóminn fá eru oftast með veikara ónæmiskerfi einhverra hluta vegna, s.s. vegna undirliggjandi sjúkdóma eða lyfjameðferða. Ástæða þess að talað er um þennan sjúkdóm í tengslum við Tysabri meðferð er sú að fyrir skömmu komu upp tvö tilfelli erlendis þar sem sjúklingar á Tysabri meðferð fengu ofangreinda sýkingu. Tysabri er ónæmisbælandi lyf sem gefur færi á ofangreindri sýkingu.

Það ber að hafa í huga að það eru margir tugir þúsunda sjúklinga í heiminum á Tysabri meðferð og þetta er því gífurlega sjaldgæf aukaverkun af völdum lyfsins. Eftir að þessi tilfelli komu upp hefur mikið verið rætt og ritað um þetta og lyfið var m.a. tekið af markaði um tíma. Niðurstaðan er þó óumdeildanlega sú að ávinningur af notkun lyfsins er margfaldur á við áhættuna.

Á vef MS félagsins er ágætis umfjöllun um þetta mál, þar sem m.a. er rætt við formann félagsins, Sigurbjörgu Ármannsdóttur. Ég bendi þér á að lesa hana, http://www.msfelag.is/?PageID=3&NewsID=78.

__________________________________
Þórir Benediktsson
Lyfjafræðingur