Undarlegt bragð í munni eftir mánaðar reykleysi

Spurning:

Sæl Dagmar.

Það er mánuður síðan ég hætti að reykja, en ég hef fengið undarlegt bragð í munninn eftir að ég hætti. Þetta bragð kom ekki fyrr en mánuður var liðinn frá því ég hætti að reykja. Af hverju stafar þetta? Ég nota nikótíntyggjó, 5-6 plötur á dag. Ég hef nokkrum sinnum áður reynt að hætta og haldið lengst út í 3 mánuði. Þá kom þetta undarlega bragð líka, svo ég gafst upp og byrjaði að reykja. Mér þætti gott að fá einhverja skýringu á þessu.

Svar:

Komdu sæl.

Hafðu engar áhyggjur af þessu bragði, þetta er sambland af nikótíni og blóðbragði. 5-6 töflur á dag er ekki mikið, en til að bæta bragðið væri ráð að blanda með venjulegu tyggjói.

Haltu þínu striki og gangi þér vel með það.
Dagmar Jónsdóttir, reykingaráðgjafi