Ungbarn með bólur í andliti

Spurning:

Ég á tveggja mánaða gamalt barn sem er með mjög þurra húð og mikið af bólum bæði í andliti og hársverði. Er þetta exem eða þessar svokölluðu hormónabólur? Ég er með barnið á brjósti, er eitthvað samband milli þess sem maður borðar og hvernig húðin á barninu er, húðin versnar oft eftir brjóstagjöf? Eða er þetta eitthvað sem mun lagast eftir því sem barnið eldist?

Takk fyrir.

Svar:

Oft versnar húð barna í kjölfar brjóstagjafar vegna þess að þeim hitnar við gjöfina. Stundum koma svona bólur ef barninu verður of heitt eða vegna ofnæmis t.d. fyrir þvottaefnum eða einhverju í fæði móðurinnar. Annars teldi ég réttast fyrir þig að fara með barnið til læknis og láta meta þetta.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir