Upplýsingar um Asperger hjá fullorðnum?

Spurning:
Kæri doktor.is
Mig langar til að forvitnast um hvort fullorðnir einstaklingar eru greindir með Aspergerheilkenni. Ég er 22 ára og er með öll einkenni þess og það var talið af barnalækninum sem ég var hjá þegar ég var yngri að ég gæti verið með þetta en það var aldrei farið neitt lengra með það vegna veikinda minna. Ég veit að ég er öðruvísi og aðrir segja mig sérstaka og hvað sem það er þá væri það léttir fyrir mig að vita hvað það er.

Svar:
Komdu sæl 
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=1375   Þú skalt endilega tala við þau hjá einhverfusamtökunum, þau geta svarað þér og sagt þér hvert best er fyrir þig að leita til að fá úr því skorið hvort þú sért með Asperger eða ekki. Fullorðnir einstaklingar geta alveg verið greindir með Asperger, en hins vegar þekki ég ekki nógu vel hvort eða hver eru úrræðin fyrir þá.  Endilega hafðu samband við félagið.  Félagið stendur fyrir símaráðgjöf einu sinni í viku þar sem fagfólk á þessu sviði svarar spurningum og veitir ráðgjöf. Fyrst og fremst er ráðgjöfin hugsuð fyrir aðstandendur þeirra er þessi heilkenni bera. 
Skrifstofa félagsins er opin miðvikudaga frá 9:15 – 15:00. 
Heimilisfang félagsins er: Umsjónarfélag einhverfra Hátúni 10b, 105 Reykjavík  S: 562 1590
Með góðri kveðju,
Jórunn Frímannsdóttir  – hjúkrunarfræðingur  www.Doktor.is