Upplýsingar um Prednisólon

Spurning:
Sæll, nú er ég að taka steralyfið Prednison DAK. 100 mg í viku og svo 75 í viku og síðan lækka þeir skammtinn örugglega jafnt og þétt hjá mér. Er með blóðsjúkdóm sem lýsir sér þannig að ég er með of fáar blóðflögur. Spurning mín er hvaða aukaverkanir eru algengar við inntöku lyfsins og hvort ég geti gert eitthvað sjálf til minnka líkurnar á þeim? Einnig vildi ég forvitnast um hvort að þetta væri ekki frekar stór skammtur sem ég er látin taka? Er búsett í DK og þætti því vænt um að fá að vita eitthvað um þetta á íslensku.
Með fyrirfram þökk,

Svar:
Lítill munur er á lyfjunum Prednisólon og Prednisón. Prednisón breytist í lifrinni í prednisólón og virkar þannig. Ég bendi þér því á að lesa um Prednisólón í Lyfjabókinni á Doktor.is. (http://www.doktor.is/lyf/lyf.asp?id=3547&firstletter=P&framl=&lysing=&number=&innih=&leit=) Skammtastærðir, verkun og aukaverkanir eru svo til alveg eins.Skammturinn sem þú færð er frekar stór (ef það er rétt skilið hjá mér að þú takir 100 mg á dag í eina viku o.s.frv.), en alls ekkert óeðlilegur.Ekki er auðvelt að gefa almenn ráð um það hvernig draga megi úr líkum á aukaverkunum. Þar sem ónæmiskerfið veiklast, skal forðast aðstæður sem geta leitt til sýkinga, halda saltneyslu í lágmarki til að draga úr blóðþrýstingshækkun. Ef um langvarandi notkun er að ræða, borgar sig að gera ráðstafanir til að draga úr líkum á beinþynningu. Þetta eru þó atriði sem þú ættir að ræða við lækninn um.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur