Utanlegsfóstur-Hvenær má ég reyna aftur?

Spurning:
Kæri doktor.is. Þannig er mál með vexti að ég fékk utanlegsfóstur og fór í aðgerð. Mig langar að athuga það hvenær ég má reyna að verða ófrísk aftur? Hvað þarf að líða langur tími? Kveðja, ein sem langar að reyna aftur.
Svar:

Það er ráðlegast að bíða í 3 -6 mánuði með að verða aftur barnshafandi eftir að utanlegsfóstur hefur verið fjarlægt. Líkaminn þarf ráðrúm til að gróa og einnig ruglast oft hormónakerfið aðeins í kjölfar fósturláts, hvern veginn sem það verður.

Vonandi gengur þetta vel hjá þér.

Kveðja,
Dagný Zoega, ljósmóðir