Útþaninn magi og viðkvæmur ristill?

Spurning:
Halló.
Málið sem að mig langar til að fá svör við er varðandi ristilinn á mér. Þannig er að ég er með mjög viðkvæman ristill og þarf að passa mig á nánast öllum mat, því að ef ég passa mig ekki enda ég með útblásinn maga og mikla verki. Ég er búin að fara í fullt af allskonar rannsóknum og núna síðast var gallið tekið úr mér, sem gerir það að verkum að ég þarf að passa mig enn frekar á öllum mat. Ég er búin að láta kíkja á ristilinn á mér og út úr rannsóknunum kom að ég er með of langan ristill. ,,Þú ert bara með svona rosalega viðkvæman ristil", var sagt við mig. Þannig að mig langaði til að vita hvort ég get farið fram á að ristillinn minn verði styttur þannig að ég losni við allar kvalirnar og útþaninn maga sem er hundleiðinlegt ,stundum er eins og ég sé komin 6 mán. á leið. Ef ekki, hvað á ég þá að gera og með hverju mælirðu?
Ég er búin að vera að taka inn Husk, trefjar og ýmislegt sem mér hefur verið bent á að taka inn.  T.d. má ég alls ekki borða hafragraut, það setur allt á annan endann hjá mér. Ég er að verða geggjuð og vonast til að ég fái einhver svör.
Takk fyrir. Bangsastelpa

Svar:
Þú virðist vera með nokkuð dæmigerð ristilkrampa einkenni sem kallast irritable bowel syndrome á ensku (skammstafað IBD). Gríðarlega algengt vandamál, sérstaklega hjá ungum konum. Það gagnast ekki að stytta ristilinn og hefur aldrei verið gert við þessu vandamáli.  Þú getur aflað þér frekari upplýsinga um vandamálið á www.doktor.is  og ef þú skilur ensku er mikill fróðleikur á netinu, t..d. hérna http://digestive.niddk.nih.gov/ddiseases/pubs/ibs_ez/  og hér http://www.ibsgroup.org/

Með bestu kveðju, Sigurbjörn
====================================
Sigurbjörn Birgisson, læknir
Sérfræðingur í meltingarsjúkdómum